Upphafið hjá Lune
Share
Lune er fyrirtæki og hugarfóstur tveggja einstaklinga sem halda úti vefverslun og býður viðskiptavinum sínum uppá hágæða raftæki á sanngjörnu verði. Lune leggur áherslu á að bjóða sína þjónustu í gegnum netið einungis, til þess að halda rekstrarkostnaði sem lægstum. Þannig sjáum við fram á að geta boðið okkar vörur alltaf á góðu verði – þar liggur okkar ferskleiki. Í einhverjum tilfellum gæti komið upp sú staða að svo er ekki hægt, þá lofum við því að vera aldrei dýrari en við nauðsynlega þurfum.
Hjá Lune leiðum við viðskiptavini okkar að réttu raftækjunum á heiðarlegan og ferskan hátt. Við bjóðum uppá góða þjónustu, svörum fyrirspurnum hratt og örugglega, stöndum við loforð og erum bjartsýn.
Vefsíðu Lune þarf lítið að hafa fyrir. Viðskiptavinir versla í gegnum vefsíðuna sem er í sumum tilfellum beintengd birgjum, í þeim tilfellum sem svo er ekki sjáum við um að panta inn vöruna og koma henni á sem bestan hátt beint til viðskiptavina. Við leggjum áherslu á að hafa handtökin fá og ferla einfalda, einungis til þess að geta boðið betra verð og því treystum á gott samband og samvinnu við birgja.
Við teljum okkur færa ferskleika inn á íslenskan raftækjamarkað með því að bjóða framúrskarandi þjónustu og heiðarlegt verð á hverjum tíma.
Markmið okkar hjá LUNE er að tryggja að viðskiptavinir finni það sem þeir leita að á hagkvæman og einfaldan hátt. Við leggjum áherslu á að gera tæknikaup auðveld fyrir viðskiptavininn með heiðarlegri og góðri þjónustu sem skín í gegn í öllu okkar starfi.