Þrjú ný tæki frá Apple í sömu vikunni!

Þrjú ný tæki frá Apple í sömu vikunni!

Apple kynnti nýja MacBook Air með nýjum M4 örgjörva og er nú fáanleg í gullfallegum himinbláum lit. Nýja MacBook Air verður bara öflugri með árunum, með allt að 18 klukkustunda rafhlöðulífi, nýrri 12MP Center Stage myndavél og stuðningi við allt að tvö utanáliggjandi skjái. Örgjörvinn, sem hefur 10-kjarna CPU og allt að 32GB sameinað minni(unified memory), gerir MacBook Air allt að tvöfalt hraðari en fyrri útgáfur og á aðveldara með þyngri vinnslu eins og mynd- og videóvinnslu.

M4 örgjörvinn: Nýja MacBook Air er knúin af nýjum M4 örgjörva sem inniheldur 10-kjarna CPU og allt að 32GB sameinað minni(unified memory). Þetta gerir hann miklu hraðvirkari og skilvirkari, er allt að tvöfalt hraðari en fyrri útgáfur. Þetta hefur áhrif á hversu vel hann tekst á við verkefni sem krefjast mikils af örgjörvanum eins og mynd- og myndbandsvinnslu.

Nýtt útlit og litir: MacBook Air kemur nú í nýjum lit, himinbláum, sem bætist við aðra valkosti eins og midnight, starlight og silver. Þetta gefur viðskiptavinum fleiri möguleika á að velja útlit sem hentar þeirra persónulegu smekk.

Rafhlöðuending: Nýja MacBook Air býður upp á allt að 18 klukkustunda rafhlöðuendingu, sem gerir það að verkum að það hægt er að treysta á hana þegar maður er á ferð og flugi yfir vinnudaginn.

Myndavél: Með nýrri 12MP Center Stage myndavél sem býður upp á betri upplausn og meiri skýrleika á fjarfundum

Tengimöguleikar: Nýja MacBook Air kemur með tengimöguleikum, eins og MagSafe hleðsluporti, tveimur Thunderbolt 4 tengjum og nýrra og betra hljóðkerfi fyrir betri hljóðupplifun.

----------

Nýja Mac Studio vélin frá Apple, er líklega einn öflugasti Mac sem hefur verið framleiddur hingað til. Með nýjum M4 Max og M3 Ultra örgjörvum býður Mac Studio upp á ótrúlega afkastagetu sem hentar sérlega vel fyrir viðskiptavini sem vinna við erfið, flókin og þung verkefni, eins og vídeóvinnslu, grafík, hljóðvinnslu og AI.

Mac Studio kemur með allt að 512GB vinnsluminni og 16TB geymsluplássi, sem tryggir hraða og mikið rými til að vinna með stórar skrár og gögn. Nýju Thunderbolt 5 tengingin veitir enn meiri tengimöguleika og hraða við utanáliggjandi tæki.

Örgjörvar og frammistaða: Mac Studio kemur með nýjum M4 Max og M3 Ultra örgjörvum sem eru hannaðir til að veita ótrúleg afköst fyrir kröfuharða vinnslu. M4 Max örgjörvinn býður allt að 3,5 sinnum meiri hraða en fyrri Mac Studio með M1 Max og er sérstaklega hannaður fyrir grafíkvinnslu og myndvinnslu. M3 Ultra örgjörvinn býður upp á allt að 6,4 sinnum meiri hraða, sem er mikilvægur eiginleiki fyrir sérhæfða fagmenn, til dæmis í hljóð- og myndvinnslu, 3D-grafík og AI.

Minnis og geymsla: Mac Studio er fáanlegur með allt að 512GB vinnsluminni og 16TB SSD Disk. Í grunninn kemur M4 Max örgjörvinn með 512GB SSD Disk og 36GB vinnsluminni á meðan M3 Ultra kemur með 1TB SSD Disk og 96GB vinnsluminni.

Thunderbolt 5: Mac Studio styður Thunderbolt 5, sem veitir hraðari og áreiðanlegri tengingu við utanáliggjandi tæki.

Kælir og hljóð: Þrátt fyrir gríðarlega afkastagetu er Mac Studio hannaður með nýjum kælikerfum sem koma í veg fyrir að hann ofhitni eða verði með óþarfa hávaða.

----------

Apple kynnti nýjan iPad Air sem er með M3 örgjörva. iPad Air með M3 er allt að tvisvar sinnum hraðari en fyrri útgáfur og býður allt að 4x betri frammistöðu þegar kemur að grafíkvinnslu en forverar sínir. Þetta gerir það að verkum að nú er ennþá skemmtilegra að nýta hann til listsköpunar eða í Apple Arcade!

iPad Air M3 er fáanlegur í tveimur stærðum (11 og 13 tommur) og kemur í fjórum fallegum litum.

M3 örgjörvinn: iPad Air kemur nú með nýjum M3 örgjörva, sem tryggir ótrúleg afköst og aukin hraða. Með M3 örgjörvanum er iPad Air allt að tvisvar sinnum hraðari en fyrri útgáfur og býður allt að 4x betri frammistöðu þegar kemur að grafíkvinnslu en forverar sínir.. Þetta gerir það að verkum að hann er sérstaklega góður fyrir grafíkvinnslu, myndsköpun, hönnun og þess að auki betri þegar kemur að tölvuleikjaspilun.

Lítil þyngd og hönnun: iPad Air heldur áfram að vera mjög létt og þunn spjaldtölva, sem gerir það mjög ferðavænt og auðvelt í notkun hvar sem er. Það er einnig með endurbættum Liquid Retina skjá með True Tone og 500 nits birtustyrk, sem gerir það fullkomið fyrir bæði skapandi vinnu og afþreyingu.

Styður Apple Pencil: iPad Air styður nýjustu útgáfur af Apple Pencil(USB-C og Pro), sem gerir það að verkum að iPad Air M3 er frábært tæki fyrir teiknara, grafíska hönnuði og aðra sem nýta penna við vinnu eða sköpun.

Rafhlöðuending: Nýi iPad Air er með allt að 10 klukkustunda rafhlöðuendingu, sem gerir manni kleift að nýta tækið yfir lengri vinnudag eða til lengri afþreyingar.

Aftur í fréttir