Þjónusta
Þjónusta Lune
Við leggjum mikið uppúr góðri þjónustu hvort sem þú ert að kaupa, fá ráð eða ert í vandræðum með tækið sem þú keypti hjá okkur. Það er allt að 3 ára ábyrgð á seldum vörum og fer það eftir framleiðanda og vörunni sem um ræðir. Í flestum tilfellum er tveggja ára ábyrgð á seldum raftækum til einstaklinga, þetta á við um þegar framleiðslugalla er að ræða. Ef um tjón á tæki er að ræða þá bendum við þér á viðurkenndan þjónustuaðila og um er að ræða tryggingamál.
Þegar þú ert óviss um hvort tækið þitt er í lagi eður ei þá hefuru einfaldlega samband við okkur og metum við hvert tilfelli fyrir sig, fáum tækið til baka og setjum í viðeigandi ferli til umboðsaðila/viðurkennds þjónustuaðila og skilum því frá okkur eins og það á að vera.
Eftir margra ára reynslu við endursölu og þjónustu á Apple vörum einna helst þá er það okkur mikið kappsmál að veita þá þjónustu sem viðskiptavinurinn á skilið og ganga frá borði þar sem allir eru með bros á vör.